Skip to content

5 leikmenn í U14 kvenna

Fimm stelpur frá Gróttu/KR hafa verið valdar í U14 ára landsliðið sem æfir dagana 26. – 28. nóvember næstkomandi. Það eru þær; Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir, Helga Sif Bragadóttir og Magrét Lára Jónasdóttir.


Þetta er í annað sinn í vetur sem þessar fimm stúlkur hafa verið valdar í hópinn. Við óskum þeim til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum. Vonandi halda þær áfram að standa sig vel !


Þjálfarar U14 ára landsliðs kvenna eru þau Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print