Haustmót Fimleikasambands Íslands fór fram um helgina, 18.–19. október, í Versölum hjá Gerplu. Fimleikadeild Gróttu átti glæsilegan hóp keppenda sem stóð sig með stakri prýði á fyrsta móti haustannar!
Í 3. þrepi kepptu þær Salka, Guðrún, Sigurrós, Elsa, Sunneva, Sigurlaug Mirra og Hugrún. Sigurrós tryggði sér 2. Sæti á slá! Í 2. þrepi kepptu þær Fanney og Sigríður. Í unglingaflokki keppti Eldey Erla og tryggði sér 3. sæti á tvíslá!
Fimleikadeild Gróttu óskar öllum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið og árangurinn. Við hlökkum til að fylgjast með þeim blómstra í vetur!
Áfram Grótta!









