Skip to content

VERBÚÐARBALLIÐ var geggjað

Verbúðarballið fór fram með pompi og prakt síðasta laugardagskvöld. Mæting á ballið fór fram úr björtustu vonum, fólk skemmti sér stórvel og ballið fór fram án stóráfalla.  

Einnig var virkilega gaman að sjá hve margir dressuðu sig upp í anda Verbúðarþáttanna og það sett sterkan svip á ballið. 

Hljómsveitin Verbúðarbandið fór á kostum ásamt Selmu Björns og Stebba Hilmars, óvæntur leynigestur dúkkaði upp en það var nesbúinn Baddi í Jeff Who.  Herbert Guðmundsson opnaði ballið um tíu leytið og okkar eini sanni Magnús Helgason sá um tónlistina milli atriða. 

Takk fyrir komuna kæru ballgestir. Stefnan er að þetta verði árlegur viðburður. 

Eyjólfur Garðarsson hirðljósmyndari Gróttu mætti með myndavélina og hér má sjá veglegt myndaalbúm frá ballinu. https://www.facebook.com/media/set/?set=a.500533768551730&type=3

Hér má sjá frétt í Smartlandi mbl.is https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/09/12/allt_a_utopnu_a_verbudarballinu/

dj Maggi Helga
Gríðarlegt stuð myndaðist á gólfinu
Herbert var sjóðheitur í upphafi kvöldsins

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print