Nýlega kom dr. Elís Þór Rafnsson, Sjúkraþjálfari PhD, sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun og sjúkraþjálfari handboltalandsliðs karla til margra ára og hélt fyrirlestur fyrir Gróttukrakka frá 4. flokki í handboltanum. Hann fræddi þau um og sýndi mikilvægar teygjur sem koma þeim að gagni sem tilvonandi afreksfólk, bæði til þess að koma í veg fyrir meiðsl og einnig til að jafna sig eftir ákveðin meiðsl. Þessi fyrirlestur var að frumkvæði Aðalstjórnar og Elís sjálfs, sem er sammála okkur að í Gróttu sé mikilvægt að impra á þessum atriðum til að hindra langvarandi meiðsl barnana og auka líkur á því að þau blómstri í íþróttinni og iðki hana sem lengst. Elís gaf þjálfurum yngri flokkana góð ráð varðandi teygjurútínu sem hann mælir með því að börnin tileinki sér á hverri æfingu og vonast er til að þessi grunnur nýtist okkar fólki vel í framtíðinni. Vel var tekið í þessa fræðslu og mögulegt er að Elís komi aftur og tali við enn fleiri iðkendur, og gefi frekari ráð. Einnig stefnir Aðalstjórn Gróttu á það að fá sambærilega fræðslu frá sjúkraþjálfara fyrir fótboltann og fimleikana fljótlega.
Teygjuþjálfun iðkenda handknattleiksdeildar
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Organization board
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Coaches
þorrablót
Information
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is