Skip to content

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Nafn: Reynir Hólm Jónsson  
Ræstitæknir í fimleikasal Gróttu
Fyrri störf: Byrjaði sem messagutti hjá Eimskip haustið 1966 (þá 14 ára) síðar var ég háseti, lærði svo skipstjórn og endaði sem yngsti skipstjóri hjá Eimskip 1977. Ári síðar fór ég í land og gerðist verkstjóri.  Þegar ég hætti hjá Eimskip árið 2017 átti ég lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu.
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég hóf störf hjá Gróttu : Hóf störf í byrjun árs 2019.  
Hvar ólstu upp:  Ég ólst upp í Norðurmýrinni í Reykjavík.
Áhugamál: Útivera, veiðar og golf. 
Stundaðir þú íþróttir:  Stundaði knattspyrnu með Val.
Uppáhalds tónlistarmenn:  Uppáhalds hljómsveit er ELO en einnig fíla ég Metallica.  Þegar ég þríf fimleikasalinn eldnsnemma á morgnana þá blasta ég stundum Metallica.
Bíómynd í uppáhaldi: Forrest Gump og svo voru Dirty Harry myndirnar góðar.
Uppáhalds matur:  Skötuselur innvafinn í beikon – grillað úti.
Skilaboð til foreldra: Að kenna börnunum að ganga vel um.  

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print