Skip to content

Næring, fræðslufyrirlestur fyrir íbúa 60+ í hátíðarsal Gróttu

FRÍSK Í GRÓTTU bjóða íbúa Seltjarnarnesbæjar, 60 ára og eldri, hjartanlega velkomna á fræðslufyrirlestur um næringu með Agnesi Þóru Árnadóttur, næringar- og íþróttafræðingi (BSc í næringarfræði, MSc í íþróttanæringarfræði) en fræðslufyrirlesturinn er samstarfsverkefni Frísk í Gróttu, Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi og Seltjarnarnesbæjar.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi góðrar næringar fyrir heilsu, orku og vellíðan. Þátttakendur fá hagnýtar ráðleggingar sem auðvelt er að nýta í daglegu lífi. Markmið okkar er að stuðla að auknu heilsulæsi meðal þátttakenda og íbúa bæjarins — því þekking á eigin heilsu og næringu er lykillinn að betri lífsgæðum.

Við hvetjum alla til að mæta, hlusta, spyrja spurninga og taka þátt í fræðandi og skemmtilegri samveru!

Staðsetning: Hátíðarsalur Gróttu (Suðurströnd 8, 170 Seltjarnarnes)

Dagsetning: Fimmtudagur 30. október

Tími: Kl. 10:45

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin mánudag – fimmtudags
frá kl. 11:30 – 14:30
Hafa samband

Fréttaflokkar