Skip to content

Kjartan Kári íþróttamaður Gróttu 2022

Íþróttamaður Gróttu var valinn knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá Gróttu. 

Kjartan Kári er lykilmaður í meistaraflokks liði Gróttu sem endaði í 3ja sæti Lengjudeildarinnar. Hann skoraði 17 mörk og var markahæsti maður deildarinnar. Þá var Kjartan Kári líkt og á síðasta ári valinn í U—19 ára landslið Íslands og spilaði þar í milliriðli fyrir EM 2022.Frammistaða Kjartans Kára fór heldur ekki framhjá liðum í Bestu deildinni sem sýndu mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig. Kjartan Kári fór hins vegar á reynslu til Haugesund sem leikur í efstu deild í Noregi og stóð sig með mikilli prýði. Í lok ársins gekk Kjartan Kári svo til liðs við Haugesund sem atvinnumaður í fótbolta. Kjartan Kári var fjarverandi á hófinu en Thelma Karen systir hans tók á móti verðlaunum hans.

Thelma Karen systir Kjartans Kára tók á móti bikarnum. Birgir Steinn Jónsson handboltamaður var einnig tilnefndur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print