Skip to content

Íþróttakona Seltjarnarnes

Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016. Hún hefur frá árinu 2018 verið markmaður Vals og var á síðasta ári valin besti leikmaður Olís deildarinnar, besti markmaður deildarinnar auk þess sem hún hlaut Sigríðar-bikarinn sem er veittur fyrir mikilvægasta leikmann deildarinnar.

Nú í desember var hún svo tilnefnd sem handknattleikskona ársins 2019. Íris Björk hefur í mörg ár átt sæti í A landsliðiði kvenna og gaf aftur kost á sér eftir nokkurra ára hlé nú síðstliðið haust. Hún á að baki 71 landsleik með liðinu og hefur skorað í þeim 4 mörk.

Íris Björk er hjúkrunarfræðingur að mennt, er gift tveggja barna móðir og er frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkendur innan sem utan vallar.

Pétur Theodór Árnason var valinn íþróttamaður Seltjarnaness og óskar handknattleiksdeildin þeim innilega til hamingju.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print