Skip to content

Íþrótta- og veislusalir til leigu

Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Salirnir eru frábærir fyrir fótboltahópa en einnig fyrir aðrar íþróttir, s.s. körfubolta, badminton og blak. Nánari upplýsingar um leiguverð og lausa tíma fást hjá grotta@grotta.is.

Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira. Báðir salirnir eru bjartir, rúmgóðir og skemmtilegir auk þess sem staðsetningin er frábær. Upplýsingar fyrir bókanir gefur Hafdís í síma 662-8289 eða í gegnum tölvupóst salur@grotta.is

Vivaldisalurinn

Veislusalur í vallarhúsi knattspyrnudeildar Gróttu við Vivaldivöllinn. „Salurinn tekur um 50–60 manns í sitjandi veislu en allt að 90 manns í standandi veislu. Gluggarnir í salnum ná frá gólfi og upp í loft, snúa í suðurátt og útsýnið er gott. Salurinn hentar ýmiss konar viðburðum: brúðkaupsveislur, fermingarveislur, afmæli, námskeið og margt fleira.

 • Lítið móttökueldhús
 • Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist
 • Stórt sjónvarp
 • Salurinn er leigður út án veitinga
 • Allt að 60 manns í sæti
 • 90 manns í standandi veislu

Hátíðarsalur Gróttu

Rúmgóður og bjartur veislusalur í íþróttahúsi Gróttu. Tekur um 120 manns í sæti og allt að 200 í standandi veislu. Salurinn er afar bjartur með stórum gluggum og hátt er til lofts. Salurinn hentar ýmsum viðburðum svo sem fermingarveislum, brúðkaupum, ættarmótum, afmælum, erfidrykkjum eða fyrir fundi og námskeið.

 • Lítið framreiðslueldhús
 • Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist
 • Skjávarpi
 • Salurinn er leigður út án veitinga
 • Barborð í salnum
 • Allt að 120 manns í sæti
 • 200 í standandi veislu

Upplýsingar fyrir bókanir gefur Hafdís í síma 662-8289 eða í gegnum tölvupóst salur@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar