Skip to content

Fjórir valdir í U15 ára landslið karla

Á dögunum var valið í U15 ára landslið karla og eigum við fjóra flotta fulltrúa í þeim hópi. Það eru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Hannes Pétur Hauksson og Hrafn Ingi Jóhannsson.

Þessir strákar voru hluti af sterkum 4.flokki félagsins sem komst alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins á dögunum.

U15 ára landslið karla æfir núna um helgina í Kórnum í Kópavogi og óskum við okkar strákum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.

Þjálfarar U15 ára landsliðsins eru þeir Guðlaugur Arnarsson og Heimir Örn Árnason.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar