Skip to content

Fimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal

Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.

Nokkur handtök eru eftir við að fullklára ýmsa þætti, m.a. í fimleikasalnum en þó aðallega í búningslefum og styrktarsal. Lóðin fyrir framan íþróttamiðstöðuna verður lagfærð í sumar og gert er ráð fyrir vígslu nýrrar aðstöðu þegar líða fer að hausti.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print