Skip to content

Fimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2019

Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2010-2013) í sumar.

Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.

Námskeiðin eru sem hér segir:

  • 11. – 14. júní
  • 18. – 21. júní
  • 24. – 28. júní
  • 1. – 5. júlí
  • 8. – 12. júlí
  • 6. – 9. ágúst
  • 12. – 16. ágúst

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum, en ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar