Skip to content

Dósagámur við íþróttahús Gróttu

Grænir skátar í samstarfi við Gróttu hafa komið fyrir dósagámi við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Einnig verður gámum komið fyrir við knattspyrnuvöllinn okkar.

Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum í þennan gám.

Hluti af hagnaði rennur til barna- og unglingastarfs félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print