Skip to content

Átta frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 12. – 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:

Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja ÁrnadóttirKristín
Fríða Sc. Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Arnar Magnús Andrason
Fannar Hrafn Hjartarson
Patrekur Ingi Þorsteinsson
Kolbeinn Thors

Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print