Uppskeruhátið Fimleikasambands Íslands fór fram í húsakynnum FSÍ í Laugardag í gær. Við það tækifæri eru þeim sem skarað hafa fram úr í íslenska fimleikaheiminum á yfirstandandi ári veittar viðurkenningar. Sesselja Hannele Järvelä, yfirþjálfari áhaldafimleika hjá Gróttu, hlaut viðurkenningu sem þjálfari ársins.
Við hjá fimleikadeildinni erum afar stolt af okkar frábæra þjálfarateymi og rígmontin af því að eiga besta fimleikaþjálfara landsins. Sesselja er sannarlega vel að þessu komin. Hún hefur staðið á fimleikagólfinu í Gróttu frá því um aldamótin síðustu og þjálfað áhalda- og hópfimleika hjá félaginu með frábærum árangri. Til hamingju Sesselja!
Þess má geta að Sesselja er móðir Nönnu sem sama dag var kjörin íþróttakona Gróttu.