Skip to content

Ída Margrét í Gróttu

Ída Margrét Stefánsdóttir hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Gróttu. Ída Margrét er 20 ára gömul og leikur sem vinstri skytta. Hún hefur bæði leikið í Grill 66-deild kvenna með Val U og í Olísdeildinni með Val seinustu ár. Ída var á láni í Gróttu í fyrra en hún staldraði stutt við þar sem hún var kölluð til baka til Vals. Hún lék fimm leiki og skoraði í þeim 24 mörk.

Ída er öflugur sóknarleikmaður en er líka frábær varnarmaður. Hún var valin besti varnarmaður Grill 66-deildarinnar tímabilið 2020-2021.

Velkomin aftur í Gróttu, Ída !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print