Meistaraflokkur kvenna lék í gærkvöldi sinn fyrsta heimaleik í vetur þegar Stjarnan U kom í heimsókn í Hertz-höllina. Mikil eftirvænting ríkti í liðinu að fá loksins heimaleik og spila fyrir framan fólkið sitt.
Þjálfarar liðanna töluðu um fyrir leikinn við fréttastofu að það væri kúnst að mæta til leiks sem sterkari aðilinn og væri mikilvægt fyrir liðið að vera 110% alveg frá fyrstu mínútu og var leikplanið í takt við það, spila þétta vörn og keyra á Stjörnu-liðið grimmt með hraðaupphlaupum. Það má segja að liðið hafi tekið vel í þessi skilaboð þjálfarana en stelpurnar mættu grimmar til leiks og spiluðu hörku vörn fyrstu mínútur leiksins. Hraðaupphlaupin stóðu þó á hakanum en eftir leikhlé Gróttu-liðsins eftir um 9 mínútur af leiknum small allt, hin síunga Arndís María skor
Anna Lára stýrði sóknarleiknum vel
aði 3 mörk í röð úr hraðaupphlaupum og Grótta tók yfir leikinn og var staðan 13-7 í hálfleik. Arndís María var markahæst með 5 mörk í fyrri hálfleik, mörg úr hraðaupphlaupum eftir stórkostlegar sendingar Soffíu í markinu.
Síðari hálfleikur var áframhaldandi saga þess fyrri, Stjörnu-stelpur reyndu hvað þær gátu að gera áhlaup á forskot Gróttu-liðsins en allt kom fyrir ekki, stelpurnar spiluðu gríðarlega góðan varnarleik og var Soffía í fantaformi fyrir aftan. Þegar um 15 mínútur lifðu leiks var forskotið komið upp í 10 mörk, þjálfarar Gróttu fóru þá að leyfa yngri leikmönnum að koma inná og öðlast dýrmæta reynslu. Ungu stelpurnar stóðu sig frábærlega og eins kom Stefanía inn í markið í fyrsta sinn í vetur og varði vel á lokakaflanum.
Lokaniðurstaða eftir 60 mínútur í Hertz-höllinni var 9 marka sigur 25-16 í leik þar sem vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skópu sigurinn.
Markahæstar í liði Gróttu
Katrín Sigurbergsdóttir – 6 mörk
Arndís María Erlingsdóttir – 5 mörk
Anna Lára Davíðsdóttir – 5 mörk
Soffía Steingrímsdóttir stóð vaktina lengst af í Gróttu markinu og varði vel allan leikinn, auk þess að eiga frábærar sendingar fram í hraðaupphlaup. Stefanía Helga kom svo inn í markið í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik í vetur og varði mjög vel.