Á vormánuðum lögðum við fyrir hina árlegu þjónustukönnun með foreldra iðkenda hjá félaginu. Er þettta þriðja árið sem við leggjum slíka könnun fyrir.
Helstu niðurstöður eru jákvæðar fyrir Gróttu. Foreldrar eru almenn ánægðir með okkar þjónustu og líðan barna á æfingum er að stórum hluta góð. Ánægja með þrif í íþróttamannvirkjum mælist mikil og stekkur íþróttahúsið upp um nokkur sæti. Er það líklegast vegna þeirra framkvæmda sem hafa staðið yfir og valdið raski.
Spurt var sérstaklega um viðhorf foreldra til Sideline og kom í ljós að nokkur hluti foreldra er ekki ánægður með kerfið. Einnig var spurt um viðhorf til viðbragða félagsins og upplýsingagjafar í kringum COVID og var ánægjan nokkuð mikil með þann þátt.
Nú er svo komið að við viljum kynna niðurstöður könnunarinnar fyrir stjórnum deilda. Einnig verður farið yfir opin svör sem gefa oft nánari upplýsingar um viðhorf foreldra.
Hér fyrir neðan er að finna niðurstöðurnar fyrir Gróttu í heild og einstaka deildir.