Skip to content

Jólarit knattspyrnudeildar komið út

Sjöunda árið í röð gefur knattspyrnudeild Gróttu út glæsilegt blað þar sem farið er yfir starf deildarinnar í máli og myndum. Blaðið í ár er 48 síður en aðalviðtalið er við Guðna Bergsson, formann KSÍ. Einnig er í blaðinu að finna áhugavert viðtal við Hilmar Sigurðsson fyrrverandi formann knattspyrnudeildar, viðtal við hina bandarísku Samönthu Bohon, góð ráð frá landsliðsfólki og ferðasögu 2. flokks karla – svo eitthvað sé nefnt!

Blaðinu hefur verið dreift í öll hús á Seltjarnarnesi. Þeir sem hafa ekki fengið blað en langar í eintak geta komið við í íþróttahúsinu eða vallarhúsinu.

Magnús Örn Helgason ritstýrði blaðinu að þessu sinni. Elsa Nielsen sá um hönnun og umbrot og að vanda á Eyjólfur Garðarsson heiðurinn af myndunum í blaðinu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar