Skip to content

Anna Katrín Stefánsdóttir íþróttamaður æskunnar

Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í gærkvöldi og var handboltakonan Anna Katrín Stefánsdóttir fyrir valinu.

Anna Katrín Stefánsdóttir er 18 ára gömul og hefur stundað handknattleik frá 8 ára aldri. Hún flutti á Seltjarnarnesið haustið 2012 eftir nokkurra ára dvöl í Finnlandi og síðan þá hefur hún tekið gríðarlegum framförum á hverju ári.

Hún æfir og spilar með meistaraflokki og spilar einnig stórt hlutverk með 3.flokki og hefur spilað mjög vel í vetur, bæði í vörn og sókn. Hún er frábær hornamaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra frammistöðu með meistaraflokknum í ár. Hún er auk þess meðal annars fastamaður í 19 ára landsliðinu í ár þar sem frammistaða hennar var mjög góð, meðal annars á opna Evrópumótinu sem haldið var í Svíþjóð í júlí.

Anna Katrín var í stóru hlutverki með meistaraflokki Gróttu leiktíðina 2015-2016. Liðið gerði sér þá lítið fyrir og varð Íslandsmeistari annað árið í röð. Liðið varð auk þess í öðru sæti í deildar- og bikarkeppni það árið.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar