Strákarnir í 2. flokki tryggðu sér deildarmeistara titilinn í C-deild eftir jafntefli við Selfoss fyrr í dag. Leikurinn endaði 1-1 og Tryggvi Loki skoraði eina mark leiksins. Strákarnir enduðu í 1. sæti með 30 stig og munu spila í B-deild að ári.
2. flokkur karla lék við ÍBV/KFS í úrslitaleik síðasta sunnudag á Vivaldivellinum. Staðan var 0-0 í hálfleik en Sölvi Björnsson kom liðinu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Óliver Dagur bætti síðan við marki á 83′ og Sölvi skoraði sitt annað mark á 86′. Niðurstaðan því 3-0 sigur Gróttumanna. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í B-deild að ári, en þetta er í annað skipti í sögu deildarinnar sem 2. flokkur kemst upp úr C-deild.
Þjálfarar flokksins eru þeir Halldór Árnason og Guðjón Þór Ólafsson.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar 2. flokki innilega til hamingju með glæsilegan árangur.