Skip to content

FSÍ mót

Fyrsta FSÍ mót vetrarins fór fram í Egilshöll um helgina. Gróttu stúlkur byrjuðu veturinn vel og komu heim með yfir tuttugu verðlaunapeninga.

Nanna varð í 2. sæti í fjölþraut í fullorðinsflokki og sigraði á slá og gólfi og Fjóla Guðrún varð í 2. sæti á stökki.

Í 1. þrepi 13 ára og yngri varð Freyja í 3. sæti á stökki og 2. sæti á slá og Sif varð í 2. sæti á tvíslá og 3. sæti á slá.

Ásdís Erna sigraði í 2. þrepi 12 ára og yngri og varð í 1. sæti á stökki, slá og gólfi og í 2. sæti á tvíslá og Svanhildur Sunna varð í 2. sæti á slá. Agnes varð í 3. sæti í fjölþraut í 2. þrepi 13 ára og eldri og 2. sæti á tvíslá og 3. sæti á slá.

Í 3. þrepi 11 ára og yngri varð Auður Anna í 2. sæti í fjölþraut og á stökki og í 1. sæti á tvíslá og gólfi og Hrefna María varð í 1. sæti á slá.

Til hamingju stelpur og þjálfarar!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar