Skip to content

Orri Steinn aftur á skotskónum með U15

Orri Steinn var aftur á skotskónum með U15 ára landsliðinu, en leikið var við Hong Kong á Njarðtaksvelli í gær. Eins og fyrr var fjallað um var Orri í byrjunarliði landsliðsins á laugardaginn, en í leiknum í gær kom hann inn á í hálfleik.

Orri var ekki lengi að láta finna fyrir sér og skoraði 3 mínútum síðar. Leikurinn endaði 7-0 fyrir Íslandi.

Fyrir ofan má sjá Orra Stein ásamt Magnúsi Erni þjálfara hans í 3. flokki. Til hamingju Orri!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print