Skip to content

5. flokkur karla á ÓB mótinu á Selfossi

Það er nóg að gera hjá 5. flokki karla, en þeir fóru með 3 lið á ÓB mótið á Selfossi um helgina, og eru einnig að keppa á fullu í Íslandsmótinu. Eins og gengur og gerist í boltanum þá voru bæði sigrar og töp hjá öllum liðum yfir helgina.

Heilt yfir gekk mótið prýðisvel og fá gestaþjálfarar og foreldrar stórt hrós, þar sem þjálfarar flokksins voru uppteknir við önnur þjálfarastörf í öðrum landshornum! Halldór var fyrir Austan með 2. og meistaraflokk karla, og Bjössi var á Sauðárkróki með 7. flokk karla. Nóg að gera!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print