Skip to content

Meistaraflokkur kvenna með 7 stig eftir 3 leiki

Sumarið fer vel af stað hjá meistaraflokki kvenna og áhorfendurnir ekki sviknir, enda fullt af mörkum skoruð og spennunni haldið í hámarki þar til í lok leiks.

Meistaraflokkur kvenna hóf mótið 25. maí með sigri gegn Einherja í dramatískum leik, sem endaði 5-4 fyrir heimakonum. Mörk liðsins skoruðu Sigrún Ösp, Eydís Lilja (2) og Tinna Jónsdóttir (2). Tinna Jónsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Gróttu á lokamínútunni. Næsti leikur stelpnanna var gegn Álftanesi þann 30. maí. Gróttukonur áttu magnaða endurkomu eftir erfiða byrjun, en í hálfleik var staðan 0-2 fyrir Álftanesi.

Eftir að hafa lent 3-0 undir sýndu stelpurnar gríðarlegan karakter og náðu að jafna leikinn. Hrafnhildur Fannarsdóttir minnkaði muninn á 65. mínútu og þegar tíu mínútur voru til leiksloka minnkaði Bjargey Sigurborg Ólafsson muninn í 3-2. Tinna Jónsdóttir skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma og leikurinn endaði 3-3.

Síðasta föstudag, þann 8. júní, keppti mfl. kvk. við Fjarðabyggð/Hött/Leikni. Staðan var 2-1 fyrir Gróttu í hálfleik, en þær Taciana og Bjargey skoruðu mörk Gróttu. Hrafnhildur skoraði fyrir Gróttu í byrjun síðari hálfleiks en Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir var ekki lengi að svara fyrir sig með tveimur mörkum.

Staðan var því orðin 3-3 þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. Nokkrum mínútum síðar skoraði Bjargey sitt annað mark í leiknum og kom sigrinum í höfn fyrir Gróttu.

Næsti leikur stelpnanna er á móti Augnablik þann 21. júní, kl. 19:15 í Fífunni, Kópavogi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar