Skip to content

Grímur Ingi keppti með U-15

U-15 ára lið Íslands tók á móti sterku liði Sviss í tveimur æfingaleikjum fyrr í maí. Þar átti Grótta glæsilegan fulltrúa – miðjumanninn Grím Inga Jakobsson. Í fyrri leiknum, sem tapaðist 4-1, kom Grímur inná sem varamaður en í síðari leiknum var okkar maður í byrjunarliðinu.

Aftur var við ramman reip að draga hjá íslensku strákunum og tapaðist leikurinn 3-1. Grími gekk brösuglega í upphafi leiks en þegar leið á steig okkar maður upp og átti ljómandi góðan seinni hálfleik.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar