Skip to content

Meistaraflokkur karla í æfingaferð á Spáni

Meistaraflokkur karla hélt til Jerez á Spáni í æfingaferð þann 28. mars s.l. og dvaldi liðið þar í viku ásamt þjálfurum, sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara. Þar var æft við topp aðstæður, að jafnaði tvisvar á dag. Ferðinni lauk með æfingarleik gegn Vestra sem endaði með 1-2 sigri Vestra, en Arnar Þór skoraði mark Gróttu. Drengirnir voru duglegir að sýna frá ferðinni í instagram-story og má skoða myndir og myndbönd frá henni á instagram.com/grottasport.

Næsta verkefni hjá drengjunum er Mjólkurbikarinn, en þeir keppa gegn Álftanesi í fyrstu umferð á Vivaldivellinum þann 11. apríl. Íslandsmótið hefst síðan 5. maí en þá eiga drengirnir útileik gegn Víking Ó.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print