Skip to content

Meistaraflokkur áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir 8-2 sigur á Álftanesi

Meistaraflokkur karla hóf fótboltasumarið skemmtilega á Vivaldivellinum fyrr í kvöld með 8-2 sigri á Álftanesi í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins.

Eftir 10 mínútur var staðan 2-0 fyrir heimamönnum og Pétur Theódór kominn með tvennu og skoraði síðan þriðja markið stuttu fyrir hálfleik. Álftanes minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en Pétur Theódór bætti þá við fjórða marki sínu og stuttu síðar skoraði Valtýr Már. Álftanes bætti við öðru marki en Gróttumenn voru ekki lengi að svara fyrir sig, Sölvi Björnsson skoraði tvennu og Björn Axel kom síðan með síðasta mark leiksins.

Strákarnir eru því komnir áfram í næstu umferð sem fer fram fimmtudaginn 18. apríl kl. 14:00 á Vivaldivellinum!

Eyjólfur Garðarsson var á vellinum og tók þessar skemmtilegu myndir.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print