Skip to content

Jórunn María áfram verkefnastjóri knattspyrnudeildar

Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann, sem hefur starfað sem verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar frá því í ársbyrjun 2018, gerði nú á dögunum áframhaldandi samning við knattspyrnudeildina út árið 2020.

Jórunn sinnir starfinu samhliða laganámi og verður áfram skólastjóri fótboltaskólans í sumar líkt og síðustu ár. Hún er einnig leikmaður meistaraflokks kvenna og þjálfari 7. flokks kvenna.

Stjórn knattspyrnudeildar fagnar endurnýjun samningsins. Framundan eru spennandi tímar hjá deildinni með kvennaliðið í Inkasso, karlaliðið í Pepsi-Max deildinni og stöðug fjölgun í yngri flokkum félagsins.

Það eru stór verkefni framundan og nauðsynlegt að vera með öflugt fólk í starfi hjá deildinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print