Skip to content

Gróttumót 7. flokks karla haldið í þriðja sinn á Vivaldivellinum

Gróttumót 7. flokks karla var haldið í þriðja sinn síðastliðinn sunnudag. Sólin skein á Vivaldivellinum þegar 250 drengir víðsvegar af landinu spiluðu fótbolta af kappi. Grótta, Víkingur R., KR, ÍR, Leiknir R., Hamar, Álftanes, Skallagrímur og KFR tefldu fram liðum á mótinu sem gekk vonum framar. Allir þátttakendur fóru glaðir heim með Floridana safa, medalíu og gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna.

Benedikt Bjarnason tók liðsmyndir á mótinu en þær má allar finna á facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print