Skip to content

Handboltablað Gróttu 2017 er komið út

Nú á dögunum gaf handknattleiksdeild Gróttu út veglegt handboltablað. Markmiðið er að kynna það öfluga starf sem deildin stendur fyrir og afla tekna í leiðinni. Blaðinu er dreift í öll hús á Seltjarnarnesi auk þess sem það mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, s.s. veitingahúsum og stofnunum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Ristjórn blaðsins vill þakka öllum þeim sem komu að gerð blaðsins, viðmælendum, auglýsendum, Eyjólfi ljósmyndara fyrir sínar myndir og ekki síst þeim sem sáu um að dreifa blaðinu.

Hægt er að nálgast blaðið í afgreiðslu íþróttahússins og einnig með því að smella hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print