Skip to content

Grótta semur við lykilleikmenn í meistaraflokki kvenna

Á dögunum skrifuðu þær Hrafnhildur Fannarsdóttir, Diljá Mjöll Aronsdóttir, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir og Tinna Bjarkar Jónsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda um að ræða öflugar knattspyrnukonur sem voru í lykilhlutverki á síðasta tímabili.

Hrafnhildur er sóknarmaður, fædd árið 1995. Hún á að baki 58 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 17 mörk. Ásamt því hefur hún spilað þrjá U17 landsleiki. Hrafnhildur hefur spilað með Gróttu síðustu tvö tímabil, en spilaði áður með Víking Ó og KR.

Diljá Mjöll er miðju- og sóknarmaður, fædd 1997. Hún hefur spilað með liðinu frá stofnun þess en er uppalin í Fylki. Diljá á að baki 45 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 11 mörk.

Sigrún Ösp er varnar- og miðjumaður, fædd árið 1995. Hún spilaði sitt fyrsta tímabil með Gróttu á liðinni leiktíð en var ekki lengi að setja sitt mark á liðið. Hún átti frábært sumar, var eftir tímabilið valin leikmaður ársins og er nú orðin fyrirliði liðsins. Áður spilaði Sigrún með Hömrunum, Völsungi og Þór/KA og á að baki 36 meistaraflokksleiki.

Tinna Jónsdóttir er sóknarmaður og fædd árið 1996. Hún er uppalin í Gróttu og hefur því spilað með liðinu frá stofnun þess, en hún er varafyrirliði liðsins. Tinna hefur leikið 45 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 18 mörk.

Magnús Örn Helgason þjálfari fagnar því að fjórmenningarnir verði áfram í herbúðum Gróttu:
„Það er virkilegt sterkt fyrir félagið að svona öflugir leikmenn og flottir karakterar séu klárir í slaginn í með okkur. Þær spila lykilhlutverk í liðinu á ólíkum stöðum á vellinum og eru auk þess fyrirmyndir fyrir yngri stelpur sem eru að banka á dyrnar. Gróttuliðið er í mótun og þetta er eitt skrefið af mörgum“.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print