Skip to content

Gengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla

Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla. Leikmennirnir eru þeir Axel Freyr Harðason, Bessi Jóhannsson, Pétur Theodór Árnason og Valtýr Már Michaelsson. Allir leikmennirnir gera samning til tveggja ára.

Axel Freyr kom til Gróttu frá Fram fyrir tímabilið í fyrra og spilaði lykilhlutverk í Gróttuliðinu. Axel spilaði 21 leik í deildinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp fjölda marka.

Bessi Jóhannsson er uppalinn Gróttumaður og lék með Gróttu upp alla yngri flokkana. Bessi byrjaði að spila með meistaraflokki árið 2014 en hefur síðastliðin tvö ár glímt við erfið meiðsli. Það eru því gleðileg tíðindi að sjá Bessa aftur á vellinum.

Pétur Theodór er eins og Bessi uppalinn í Gróttu og hefur á ferlinum spilað 74 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og skorað 14 mörk. Þar af fjögur afar mikilvæg mörk síðastliðið sumar eftir að hafa komið inn í liðið um mitt mót. Pétur á að baki 4 landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Valtýr Már gekk til liðs við Gróttu á sama tíma og Pétur og festi sig um leið í sessi sem lykilmaður í liðinu. Valtýr kom frá KR þar sem hann hefur leikið 4 leiki með félaginu í Pepsi deildinni. Valtýr skoraði tvö mörk í 9 leikjum fyrir Gróttu í fyrra.

Knattspyrnudeild fagnar því að hafa gert samninga við þessa flottu fulltrúa félagsins og væntir mikils af þeim í sumar.

Mynd frá vinstri til hægri:

Standandi: Pétur, Valtýr, Axel og Bessi.

Sitjandi: Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sölvi Snær Magnússon formaður og Halldór Árnason.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print