Skip to content

Fyrsti meistaraflokksleikur Gríms Inga og Orra Steins

Orri Steinn og Grímur Ingi spiluðu sinn fyrsta meistaraflokks leik áðan, en þeir leika jafnan saman í 3. flokki. Sigurvin Reynisson kom heimamönnum yfir stuttu fyrir hálfleik og staðan því 1-0 þegar síðari hálfleikur hófst. Valtýr Már skoraði síðan á 62′ mínútu og Bjarni Rögnvaldsson stuttu síðar, beint úr hornspyrnu. Á 81′ mínútu komu þeir Grímur og Orri inn á, og voru ekki lengi að láta finna fyrir sér. Á 83′ mínútu skoraði Orri Steinn sitt fyrra mark, og Grímur átti stoðsendinguna. Orri Steinn skoraði síðan á 88′ mínútu og staðreyndin því 5-0 sigur Gróttu gegn Hetti.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur í toppbaráttunni, en nú situr Grótta í 3-4. sæti með Aftureldingu, aðeins einu stigi á eftir 1 og 2. sætinu. Staðan í 2. deildinni er mjög jöfn, eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. Strákarnir keppa aftur á heimavelli á þriðjudaginn n.k. og hvetjum við alla til að gera sér ferð á völlinn og styðja þá til sigurs! Leikurinn hefst 18:30, gegn Vestra, sem tróna í 1. sæti 2. deildar í augnablikinu, og því gríðarlega mikilvægur leikur. Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print