Skip to content

Fyrsta landsliðskona Gróttu!

Það var stór stund í vikunni þegar Tinna Brá Magnúsdóttir lék með U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti í Víetnam. Ekki bara fyrir Tinnu heldur fyrir knattspyrnudeild Gróttu sem eignaðist þar með sína fyrstu landsliðskonu.

Tinna kom við sögu í öllum þremur leikjum Íslands sem vann tvo leiki á mótinu og gerði eitt jafntefli. Íslensku stelpurnar stóðu því uppi sem sigurvegarar og fögnuðu vel eftir góðan 2-0 sigur á Víetnam í gær.

Það er nóg að gera hjá Tinnu en hún stendur milli stanganna á sunnudaginn á Vivaldivellinum þegar meistaraflokkur tekur á móti Álftanesi kl. 14:00 í toppbaráttuslag.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print