Skip to content

Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild

Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur gengið frá starfslokum Þórhalls Dan Jóhannssonar, þjálfara meistaraflokks karla. Þórhalli var þröngt sniðinn stakkur þegar hann tók við liðinu haustið 2016, þá nýskriðunu upp í fyrstu deild. Lítil fjárráð og kröfur stjórnar um forgang og aukinn tækifæri fyrir uppalda Gróttumenn voru það veganesti sem honum var úthlutað. Það er samdóma álit stjórnar að Þórhallur hafi sinnt sínu starfi vel og allt samstarf við hann innan félags verið til mikillar fyrirmyndar. Knattspyrnudeild Gróttu kann honum miklar þakkir fyrir sitt framlag og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print