Skip to content

Daði Laxdal kominn aftur í Gróttu

Daði Laxdal Gautason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Daði sem kemur frá norska úrvalsdeildarfélaginu Kolstad þarf ekki að kynna fyrir Gróttufólki enda uppalinn í félaginu og leikur sem skytta.

Daði lék seinast með Gróttu tímabilið 2015-2016 þegar hann skoraði 93 mörk fyrir Gróttu þegar liðið endaði í 5.sæti deildarinnar og komst í bikarúrslit.

Koma Daða til Gróttu er mikill hvalreki fyrir félagið sem stendur í ströngu þessa dagana í Olísdeildinni. Að sögn Kára Garðarssonar þjálfara Gróttu báru þessar fréttir brátt að. Hann er himinlifandi með vistaskipti Daða og væntir mikils af honum í Gróttutreyjunni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print