Skip to content

Fimm leikmenn úr 3. flokki karla á U16 úrtaksæfingum

Fimm leikmenn úr 3. flokki karla í Gróttu hafa verið valdir af landsliðsþjálfara U16 til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ 26.-28. október. Það eru þeir Hannes Ísberg Gunnarsson, Krummi Kaldal Jóhannsson, Kjartan Kári Halldórsson, Grímur Ingi Jakobsson og Orri Steinn Óskarsson!

Þetta er glæsilegur árangur, en gaman er að segja frá því að Grótta er með þriðju flestu leikmennina í úrtakinu. Aðeins Breiðablik og Stjarnan eru með fleiri leikmenn en Grótta í þessu úrtaki. Til hamingju strákar!

Lesa má meira um úrtaksæfingarnar á vefsíðu ksi.is hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print