Skip to content

Fimm leikmenn Gróttu í liði ársins í 2. deild

Lokahóf 2. deildar og Inkasso deildar karla og kvenna var haldið á Hard Rock við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Í liði ársins í 2. deild karla voru Dagur Guðjónsson, Sigurvin Reynisson og Oliver Dagur Thorlacius frá Gróttu.

Jafnframt var Oliver valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og Sigurvin var í 2. sæti yfir bestu leikmenn deildarinnar.

Í liði ársins í 2. deild kvenna voru Taciana Da Silva Souza og Bjargey Ólafsdóttir frá Gróttu.

Þjálfari ársins í 2. deild karla var svo okkar allra besti Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Tinna Bjarkar Jónsdóttir var valin á bekk í lið ársins. Margir leikmenn beggja liða fengu atkvæði í lið ársins, efnilegasti leikmaður og besti leikmaður. Guðjón Kristinsson fékk atkvæði í þjálfari ársins.

Við fögnum þessum frábæra árangri og óskum leikmönnunum og þjálfurum innilega til hamingju!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print