Skip to content

Arnar og Bjössi taka við 6. flokk kvenna

Þá er komið að því að kynna þjálfara 6. flokks kvenna en þeir ættu að vera öllu Gróttu fólki góðkunnugir. Þeir Arnar Þór Axelsson og Björn Breiðfjörð Valdimarsson hafa tekið við flokknum og eru spenntir fyrir komandi tímabili.

Bjössi hefur þjálfað í yngri flokkum Gróttu í sex ár og Arnar í fjögur ár. Strákarnir hafa báðir unnið mörg sumur í knattspyrnuskóla Gróttu og hafa því góða reynslu á þjálfun þessa aldurhóps. Á liðnu tímabili var Arnar aðstoðarþjálfari í 4. og 6. flokki karla. Bjössi var aðalþjálfari í 4. flokki kvenna og 7. flokki karla ásamt því að vera aðstoðarþjálfari í 5. flokki karla, en hann útskrifaðist með UEFA B þjálfaragráðu frá KSÍ í fyrra.

Æfingar hjá 6. flokki kvenna eru mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:30 og hvetjum við allar stelpur í 3. og 4. bekk til að koma og prufa að æfa fótbolta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar