Skip to content

Æfðu eins og atvinnumaður

Knattspyrnudeild Gróttu býður í sumar upp á afreksæfingar fyrir leikmenn á aldrinum 2007-2010 (4. og 5. flokkur karla og kvenna).

Á æfingunum verður einblínt á færni en þær verða leiddar af þjálfurum knattspyrnudeildarinnar ásamt þeim Paul Western og Dom Ankers sem eru gestaþjálfarar hjá Gróttu í sumar. Paul, sem er 41 árs Englendingur, hefur komið víða við en hann var aðstoðarskólastjóri Craig Bellamy Academy í Sierra Leone, yfirþjálfari Chelsea-akademíu í Kína og nú síðast stýrði hann akademíu í Lesótó í Afríku. Paul er að klára UEFA-A og UEFA-Youth þjálfaragráður og hefur góða reynslu af því að þjálfa börn og fullorðna á öllum aldri og frá mismunandi bakgrunnum. Dom, sem er 26 ára Englendingur, stundaði nám við Loughborough íþróttaháskólann sem er einn sá virtasti í heimi og lauk þar prófi þar í íþrótta- og hreyfingafræði. Dom starfaði sem þjálfari í Loughborough en hefur síðastu ár þjálfað hjá Norwich City. Hann hefur unnið með knattspyrnuiðkendur á öllum aldri, frá ungum börnum til fullorðinna. Æfingarnar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í klukkutíma í senn og ákveðið þema mun einkenna hverja æfingu. Æfingarnar verða fyrir hádegi en nánari tímasetningar verða kynntar þegar nær dregur. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 14. júní og er vikulangt.

Skráning er hafin á sportabler.com/shop ✍️

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print