Skip to content

6. flokkur karla á Orkumótinu í Eyjum

Eldra ár 6. flokks karla tók þátt í Orkumótinu í byrjun júlí. 19 hressir drengir í tveimur liðum ásamt þjálfurum og fjölskyldum héldu til Vestmannaeyja miðvikudaginn 3. júlí. Spilað var 90 mínútur af fótbolta á hverjum degi en mótið var til laugardags. Grótta 1 lenti í 15. sæti á mótinu og var Alexander Rafn valinn í lið mótsins og Birgir Scheving valinn í landsliðið sem keppti gegn pressuliðinu. Grótta 2 lenti í 3. sæti um Eldfellsbikarinn og fóru taplausir í gegnum síðasta daginn. Mikil ánægja var meðal drengjanna eftir mótið og þeir komu reynslunni ríkari heim.

Næst á dagskrá hjá drengjunum er Króksmótið á Sauðárkróki í ágúst, en á því móti keppa bæði yngra og eldra ár flokksins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print