Skip to content

Nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi

Það var nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina en 5 flokkar áttu leiki þar frá föstudegi til sunnudags.

2. flokkur karla reið á vaðið á föstudaginn og sigraði Austurland 0-4 og lék aftur gegn þeim á sunnudag og sigraði þá á ný, 0-5.

3. flokkur karla keppti gegn Hetti/Huginn/Sindra á laugardagskvöldið, en heimamenn höfðu betur og fór leikurinn 2-1. Strákarnir létu það ekki á sig fá og unnu Fjarðabyggð/Leikni/Einherja 4-3 á sunnudeginum.

3. flokkur kvenna lék gegn Austurlandi á sunnudeginum og nældu sér í 3 stig með öruggum 0-4 sigri.

Meistaraflokkarnir áttu einnig leiki fyrir Austan um helgina, en flokkarnir léku samtímis á laugardeginum. Meistaraflokkur karla lék við Leikni F. í Fjarðarbyggðarhöllinni. Gróttumenn komust yfir þegar Óliver Dagur skoraði úr víti á 70. mínútu, en heimamönnum tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma og niðurstaðan 2-1 tap.

Meistaraflokkur kvenna keppti við Fjarðarbyggð/Hött/Leikni á laugardeginum og sigraði 1-3, en Tinna og Taciana (2) skoruðu mörkin fyrir Gróttu. Eftir leikinn var haldið í sund og svo keyrt til Vopnafjarðar þar sem næstu átök biðu liðsins. Þar mættu stelpurnar Einherja á sunnudeginum í hörkuleik sem endaði 2-4 fyrir Gróttu. Mörk Gróttu skoruðu Tinna, Taciana (2) og Hrafnhildur.

Gróttufólk getur því verið stolt af flokkunum eftir helgina.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print