Skip to content

Vivaldi á Íslandi styrkir handboltann í Gróttu

Vivaldi Ísland og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir 2ja ára styrktarsamning sín á milli sem mun gera Vivaldi að einum stærsta styrktaraðila deildarinnar.

Samningurinn nær yfir allt starf deildarinnar og munu m.a búningar yngri flokka deildarinnar bera merki Vivaldi sem og búningar meistaraflokkana næstu 2 árin.

Jón von Tetzchner forsvarsmaður Vivaldi og fyrirtækið í heild á skilið miklar þakkir fyrir mikilvægan stuðning til félagsins í gegnum árin og erum við afar stolt af því að geta spilað með merki Vivaldi á búningunum okkar næstu 2 árin hið minnsta.

Á myndinni má sjá Lárus Gunnarsson formann handknattleiksdeildar og Jón von Tetzchner handsala samninginn fyrr í vikunni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print