3.flokkur karla varð í dag bikarmeistari þegar þeir mættu Val í úrslitaleik Powerade-bikarkeppni HSÍ.
Grótta var betri aðilinn allan leikinn og vann 33-28 eftir að staðan hafði verið 18-14 í hálfleik. Glæsilegur sigur hjá strákunum sem uppskáru eins og þeir sáðu.
Maður leiksins var valinn Gísli Örn Alfreðsson úr Gróttu.
Myndirnar tók Eyjólfur Garðarsson og má sjá myndaalbúm úr leiknum hér: https://photos.app.goo.gl/YgAgiXTE9a2yukEz9