Skip to content

Bjartur Guðmundsson til Gróttu

Bjartur Guðmundsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Bjartur kemur til Gróttu frá Fram þar sem hann spilaði 22 leiki í Olís-deildinni á síðasta keppnistímabili og skoraði í þeim 34 mörk. Bjartur er klókur miðjumaður en einnig mjög öflugur varnarmaður og mun koma hans gera mikið fyrir leikmannahóp liðsins.

Bjartur er kominn með leikheimild með liðinu og er klár í leikinn gegn Val á morgun. Skemmtilegt er að segja frá því að Bjartur er uppalinn Valsari og vonumst við til þess að hann leiki sína fyrrum liðsfélaga grátt á morgun!

Á myndinni að ofan má sjá Bjart við undirritun samningsins ásamt Einari Rafni stjórnarmanni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print