Skip to content

Aron Dagur Pálsson framlengir

Aron Dagur Pálsson framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Aron Dagur er 19 ára leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu. Síðasta vetur spilaði Aron Dagur mikilvægt hlutverk sem skilaði liðinu 5. sæti í deild og 2. sæti í bikar.

„Ég er mjög ánægður að hafa samið við mitt uppeldisfélag. Ég leyni því ekkert að ég stefni á að reyna að komast út og því samdi ég bara til eins árs. Næsta tímabil er spennandi bæði fyrir mig og liðið og ætlum við að gera enn betur og reyna að ná dollu í hús“ segir Aron Dagur og brosir

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print