Skip to content

Þráin Orri Jónsson framlengir

Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir Gróttu og væntum við mikils af honum. Þráinn býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur og var mikið kapp lagt í að halda honum í félaginu“ segir Gunnar Andrésson þjálfari liðsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print