Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í alþjóðlegu móti í Telki í Ungverjalandi dagana 14.-21. ágúst n.k.
Alls hafa 20 leikmenn verið valdir í hópinn og koma þeir frá 15 félögum. Einn þeirra er Gróttumaðurinn Tómas Johannessen sem er einungis 15 ára. Vel gert Tómas og gangi þér vel!
