Skip to content

Sigur og jafntefli hjá meistaraflokkunum

Nú eru Íslandsmótin hjá meistaraflokkum landsins farin aftur af stað eftir tveggja vikna hlé vegna Covid-19 takmarkana. Strákarnir héldu til Garðabæjar síðasta föstudag til að spila við Stjörnuna. Stjörnumenn komust yfir á ’26 mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Grótta jafnaði síðan metin á ’75 mínútu þegar Karl Friðleifur Gunnarsson kom boltanum í netið eftir sendingu frá Kristófer Orra Péturssyni. Lokatölur 1-1 eftir hörku leik!

Stelpurnar lögðu leið sína í Grafarvog í gærkvöldi og léku við Fjölni á tómum Extravellinum. Grótta komst snemma yfir en Signý Ylfa Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Gróttu á 5’ mínútu. Grótta innsiglaði síðan sigurinn á 90’ mínútu þegar Guðfinna Kristín Björnsdóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Grótta situr áfram í 3. sæti eftir sigurinn með 17 stig, tveimur stigum á eftir Tindastól sem eru í 2. sæti og þremur stigum á eftir Keflavík sem sitja á toppnum.


Næsti leikur hjá drengjunum er föstudaginn 21. ágúst þegar Blikar koma í heimsókn á Vivaldivöllinn og næsti leikur hjá Gróttukonum er á laugardaginn á Vivaldivellinum kl. 13:00 gegn ÍA. Við minnum á að áfram er áhorfendalaust á leikjunum.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print